Fræðslutorg

Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast þínu fyrirtæki við að efla fræðslu starfsfólks.

Fræðslugátt

Fræðsluaðilar um land allt eru tilbúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri. Í fræðslugáttinni getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið innan þíns sviðs. 

Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila kemur að markvissri fræðslu innan ferðaþjónustufyrirtækja. Verkefnið Sterkari saman – Fræðsla í ferðaþjónustu er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, fræðsluaðila, starfsmenntasjóða og fyrirtækja. Verkefnið felur í sér greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækis, gerð fræðsluáætlunar, eftirfylgni og mat á árangri
Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. Höfundar eru Sigrún Jóhannesdóttir og Margrét Reynisdóttir.
Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin
Ýmsir möguleikar standa fyrirtækjum og stofnunum til boða í stafrænni fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt er hér bent á 8 góð ráð til að tryggja árangur.
Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir. Hér finnur þú leiðbeiningar og góð ráð á tímum Covid-19. Mestallt efnið hefur verið þýtt á ensku og pólsku.
Hér má finna ýmislegt gagnlegt, bæði námskeið og myndbönd, frá hinum ýmsu aðilum.
Hér má finna allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Skýrt móttökuferli styttir aðlögunartíma starfsmannsins og virkjar hann til góðra verka fyrirtækinu til hagsbóta. Stjórnendum er hér bent á 5 góð ráð til árangurs.

Samfélagsábyrgð - Fræðslupakki Festu

Fræðsluefnið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref í loftslagsmálum. Það inniheldur kennslumyndbönd og handbók.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband