Verkfæri

Hér finnur þú tæki til að auðvelda þér að senda kannanir á starfsfólk, fjölbreytta mælikvarða til að mæla árangur af fræðslu og orðasafn algengra orða í ferðaþjónustu sem auðveldað geta samskipti á vinnustað.

Erlent starfsfólk - ráðningarferli

Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Hafa ber í huga að erlendir ríkisborgarar sem koma hingað til starfa þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Hér eru leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk.

Kanni.is

Kanni er rafrænt greiningartæki sem auðveldar fyrirtækjum að senda út kannanir til starfsfólks, svo sem könnun á þörf fyrir fræðslu eða starfsánægjukönnun. Í Kanna eru tilbúin sniðmát í 12 flokkum og á þremur tungumálum sem hægt er að nýta sér. Þú getur líka búið til þína eigin könnun. Leiðbeiningar um notkun eru aðgengilegar á síðunni.

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar

Um er að ræða orðasafn algengra orða og frasa sem notaðir eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum en hlusta má á framburð orðanna á íslensku. 

Fiskabúrið

Fiskabúrið geymir safn heita yfir matfiska sem notaðir eru í réttum veitingastaða. Markmiðið er að styrkja starfsfólk í samskiptum við gesti og auka gæði þjónustu við þá. Heitin eru á íslensku, latínu, ensku, pólsku og spænsku, en hlusta má á framburð orðanna á íslensku. Jón Hlíðberg er höfundur mynda.

Árangursmælikvarðar

Til að auðvelda stjórnendum að mæla árangurinn af fræðslu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar útbúið handhægt Excel skjal með fjölbreyttum mælikvörðum. Í hverjum flipa má finna stutta lýsingu á viðkomandi mælikvarða ásamt upplýsingum um hvernig má mæla og túlka niðurstöður. Notendur velja hvaða mælikvarða þeir vilja styðjast við og geta nýtt skjalið til innfyllingar á sínum mælingum. Leiðbeiningar fylgja.

Fræðsluáætlun – verkefnaskjal

Þegar fræðsluáætlun er gerð þarf að halda utan um ýmsa þætti, svo sem námskeið/dagskrá, kostnað, tengiliði og styrki úr starfsmenntasjóðum. Skjalið auðveldar þér utanumhaldið og hjálpar þér að halda sýn yfir verkefnið í heild sinni.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Hafðu samband