Fyrirtæki í ferðaþjónustu róa nú mörg hver lífróður. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda starfsfólki upplýstu og fræða og þjálfa eins og kostur er. Nú er jafnframt tími til að undirbúa þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í rekstrinum þegar krísan hefur runnið sitt skeið og bókanir fara að berast á nýjan leik.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður fyrirtækjum hagnýtar lausnir. Við hvetjum fyrirtæki í ferðaþjónustu til að kalla eftir ráðgjöf eða samtali við okkur um möguleikana sem eru fyrir hendi. Hægt er að hafa samband við Hæfnisetrið hér á síðunni eða í síma 599 1400. Ráðgjöfin er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Við viljum jafnframt benda á að fræðsluaðilar um land allt bjóða flestir upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hjá þeim færðu allar nánari upplýsingar.
Hér á síðu Hæfnisetursins finnur þú lista yfir stafræn námskeið og önnur hagnýt námskeið.
Þá má nálgast fjölbreytt verkfæri hér á síðunni til að koma á eða viðhalda fræðslu innan fyrirtækisins. Þar er m.a. að finna:
Hafðu samband, við vinnum þetta í sameiningu!