• Suðurland

Suðurland

Fimmtudaginn 3. apríl á Hótel Hamri, Borgarbyggð kl. 10:00 - 12:30

Fundarstjóri er Kristján Guðmundsson frá Markaðsstofu Vesturlands

Ferðaþjónustan skiptir máli!
Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar.

Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost?
Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

10:00 Morgunkaffi og tengslamyndun

Léttur morgunverður og tækifæri til að efla tengsl

Þema 1: Ferðaþjónustan sem samfélagsleg auðlind

  1. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
  2. Vöxtur ferðaþjónustu og áskoranir smærri byggðalaga, reynslusaga frá Vík – Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  3. Reynslusaga nýbúa á Vesturlandi – Mariana Mendonca

 

Þema 2: Inngilding starfsfólks – lykill að rótfestu

  1. Verkfærakista til að efla og bæta móttöku nýliða í ferðaþjónustu – Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
  2. Árangursrík inngildingaverkefni á Vesturlandi – Jovana Povlovic hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands

 

Þema 3: Húsnæðismál – áskoranir og sameiginleg ábyrgð

  1. Erindi – Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitastjóri í Dalabyggð
  2. Lausnir varðandi leiguhúsnæði á landsbyggðunum – Helgi Haukur Hauksson, Bríet leigufélag
  3. Starfsfólk og starfsmannaíbíðir – Veronika á Hótel Búðum
  4. Niðurstaða spurningakönnunar – Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri áfangastaðar

 

Pallborðsumræður – samábyrgð á framtíðinni

Þátttakendur: Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Kjósarhreppi, Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitastjóri Dalabyggðar, Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggar

12:30 Málþingi líkur

Súpa og samtal

Óformlegt samtal og tengslamyndun þátttakenda

Skráning á viðburðinn

Aðgangur að fundinum er frír og opinn öllum

Hafðu samband