Starfsfólk utan EES/EFTA

Ríkisborgarar utan lönd Evrópska efnahagssvæðisins og EFTA samnings þurfa að hafa atvinnu- og dvalarleyfi. Útlendingastofnun tekur ákvörðun um útgáfu dvalarleyfa. Umsækjandi má alls ekki hefja störf fyrr en dvalar- og atvinnuleyfi er afgreitt.

Starfsfólk

Atvinnurekendur

Atvinnuleyfi

Atvinnurekandi sem hyggst ráða erlendan starfsmann frá ríki utan EES/EFTA svæðisins gerir  ráðningarsamning við starfsmanninn og sendir umsókn um tímabundið dvarlarleyfi vegna atvinnu til Útlendingastofnunar,ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum (umsókn um atvinnuleyfi þ.m.t.).  Starfsmaður er umsækjandi, en hlutverk atvinnurekandans er að leggja umsóknina inn til Útlendingastofnunar áður en viðkomandi  kemur til landsins.  

Starfsmaður má alls ekki hefja starf áður en atvinnuleyfi er gefið út.  Það kann að leiða til synjunar á atvinnuleyfi og jafnvel sektar eða fangelsisdóms fyrir bæði   atvinnurekanda og starfsmann. 

  1. Atvinnuleyfi er yfirleitt gefið út til eins árs í senn en þó aldrei til lengri tíma en dvalarleyfi eða ráðningarsamningur gerir ráð fyrir. Vinnumálastofnun tekur við gögnum frá Útlendingastofnun og veitir atvinnuleyfið. 
  2. Eftir að erlendi starfsmaðurinn kemur til landsins þarf hann að mæta til Útlendingastofnunar (eða sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins) með vegabréf að láta taka mynd af sér í dvalarskírteini og klára skráninguna.
  3. Atvinnuleyfið er skilyrt við tiltekinn atvinnurekanda svo vilji starfsmaður skipta um vinnu þarf að sækja um nýtt atvinnuleyfi.  Starfmaður má ekki hefja starf hjá nýjum atvinnurekanda fyrr en nýtt leyfi liggur fyrir. 

 

Hér á vef Work in Iceland má finna einfalda skýringu á ferlinu á ensku.  

Tímabundin atvinnuleyfi

Hægt er að sækja um tímabundið dvalarleyfi vegna atvinnu fyrir ríkisborgara utan EES/EFTA svæðisins samkvæmt eftirfarandi skilyrðum. Þessi leið er gjarnan nýtt  af ferðaþjónustufyrirtækjum:  

  • Vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar 
  • Vegna skorts á starfsfólki 
  • Fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings 

 

Það er mikilvægt að muna..

  1. Starfsmaður sækir um með aðstoð atvinnurekanda sem þarf að undirrita umsókn og skila henni inn ásamt fylgigögnum til Útlendingastofnunar, áður en viðkomandi kemur til landsins og hefur störf. 
  2. Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi ásamt öllum nauðsynlegum gögnum skal skila til Útlendingastofnunar Dalvegi 18, 201 Kópavogi í bréfformi, annað hvort með pósti eða í póstkassa í móttökunni. 

 

Eftirfarandi skilyrði þurfa ávallt að vera uppfyllt svo Vinnumálastofnun sé heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi: 

  • Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi undirrituð af atvinnurekanda og starfsmanni. 
  • Ráðningarsamningur milli atvinnurekenda og starfsmanns undirritaður af atvinnurekenda og starfsmanni. 
  • Umsögn viðeigandi stéttarfélags. (Sjá reit IV í umsókn) 

 

Enn fremur þurfa viðeigandi sérskilyrði hverrar tegundar af tímabundnu atvinnuleyfi að vera uppfyllt. Nánari upplýsingar um sérskilyrði hverrar tegundar er að finna á vef Vinnumálastofnunar. 

Ráðningarsamningur

Atvinnurekandi fyllir út ráðningarsamning, starfsmaður skrifar undir.

Atvinnurekandi er einnig ábyrgur fyrir að staðfesta starfstímabil sem erlendur ríkisborgari er í starfi, með því að fylla út vottorð eða staðfesta á mínum síðum hjá Vinnumálastofnun.

Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og vinnur að meðaltali lengur en átta klukkustundir á viku skal vinnuveitandi gera skriflegan ráðningarsamning eða staðfesta ráðningu skriflega eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að starfsmaður hefur störf. 

Ítarlegar upplýsingar um ráðningu og ráðningarsamninga er að finna á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. 

Dvalarleyfi

Atvinnurekandi aðstoðar viðkomandi starfsmann við að sækja um dvalarleyfi. Sótt er um þessi leyfi með því að fylla út þar til gerð eyðublöð hjá Útlendingastofnun. Erlendir ríkisborgarar frá löndum EES/EFTA svæðis þurfa að fá leyfið samþykkt  til að mega dvelja og starfa á Íslandi. Eyðublað fyrir dvalarleyfi er að finna á vef Útlendingastofnunar.

  • Réttindi og skyldur erlendra ríkisborgara eru ólík og fylgja dvalarleyfum eftir því á hvaða grundvelli þau eru veitt. Nánari upplýsingar um réttindi og skyldir vegna dvalar og atvinnutengd leyfi er að finna á vef Útlendingastofnunar.  
  • Starfsmaðurinn er umsækjandi, atvinnurekandi leggur umsókn ásamt fylgigögnum inn til Útlendingastofnunar áður en viðkomandi kemur til landsins. Það er forsenda útgáfu dvalarleyfis vegna atvinnuþátttöku að atvinnuleyfi hafi verið samþykkt. 
  • Til að fá dvalarleyfi þarf að leggja fram öll nauðsynleg gögn í því formi sem krafist er. 
  • Heimilt er að leggja umsókn fram og greiða fyrir hana í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins. 

 

Erlendi ríkisborgarinn/starfsmaðurinn þarf alltaf að mæta til Útlendingastofnunar, Dalvegi 18, 201 Kópavogi,  eftir komuna til landsins í eigin persónu og framvísa vegabréfi.   

 

  1. Áður en dvalarleyfi er gefið út þarf lögheimili umsækjanda að vera skráð hjá Þjóðskrá Íslands. Ef umsækjandi skráir ekki lögheimili sitt á umsókn um dvalarleyfi þarf hann að tilkynna dvalarstað sinn til skráningar á sérstöku eyðublaði áður en hægt er að gefa út dvalarskírteini.   Eyðublað vegna tilkynningar um dvalarstað finnst á vef  Þjóðskrár. Hægt er að skila eyðublaði til Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins 
  2. Þegar dvalarleyfi er veitt þarf erlendi starfsmaðurinn að mæta í eigin persónu til Útlendingastofnunar með vegabréfið vegna myndatöku fyrir dvalarleyfiskort. Panta þarf tíma hér.
  3. Ef dvalarleyfi er synjað er umsækjanda tilkynnt um ákvörðunina bréfleiðis með ábyrgðarpósti. Frestur til að yfirgefa landið er yfirleitt 30 dagar. Nánari upplýsingar um synjun umsóknar er að finna hér á vef Útlendingastofnunar.  

Dvalarleyfi sjálfboðaliða

Dvalarlefyi fyrir sjálfboðaliða er fyrir einstaklinga eldri en 18 ára, sem ætla að starfa fyrir frjáls félagsamtök sem starfa að góðgerðar- eða mannúðarmálum. Félagsamtökin skuli ekki vera rekin í hagnaðarskyni og skulu eundanþegin skattskyldu. 

Almennt er gert ráð fyrir að samtök sem falli hér undir starfi á alþjóðaavísu.

Skilyrði vegna sjálfboðaliðstarfs

  •  vera 18 ára eða eldri

  •  hafa fengið boð um starf fyrir viðurkennd frjáls félagasamtök sem vinna að góðgerðar- eða mannúðarmálum og eru hvorki rekin í hagnaðarskyni né skattskyld

  • Starf þarf að vera í samræmi við starfsemi félagasamtakanna sem viðkomandi kæmi til að starfa fyrir
  • að sýna fram á að viðkomandi getir framfleytt sér á dvalartíma með öðrum hætti en launatekjum hér á landi.

  

Undanþágur frá atvinnuleyfi vegna skammtímavinnu

Í vissum tilvikum er ekki krafist atvinnuleyfis vegna tímabundinna starfa erlendra ríkisborgara utan EES/EFTA svæði. Hópstjórar frá löndum utan EES/EFTA sem fylgja hópnum ferðamanna til og frá landinu falla undir undanþáguákvæði laganna og er heimilt að vera við störf hér á landi í allt að 90 daga vegna viðskiptaerinda.  

Nauðsynlegt er að tilkynna Vinnumálastofnun rafrænt um komu hópstjóra fyrir komu þeirra til landsins. Með tilkynningu þarf að skila inn upplýsingum um ferðaskrifstofu og/eða hópstjórar sem munu annast leiðsögn hér á landi. Rafræn tilynning finnst á vef Vinnumálastofnunar. 

Hins vegar  falla Leiðsögumenn með ríkisfang utan EES/EFTA  ekki undir undanþágu og þurfa að sækja um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa sinna á Íslandi. 

Staða mála og afgreiðslutími

Afgreiðslutími umsókna um fyrstu dvalarleyfi er breytilegur eftir fjölda umsókna sem  berast og getur verið allt að 8 – 10 mánuðir. 

Stærstur hluti umsókna um endurnýjun er afgreiddur innan þriggja mánaða, og er hægt að fylgjast með framvindu afgreiðslu á sérstakri síðu á vef Útlendingastofnunar.   

Mikilvægt er að muna að starfsmaður má alls ekki hefja starf áður en atvinnuleyfi er gefið út.  

Heilsufarsskoðun

Erlent starfsfólk frá löndum utan EES/EFTA svæðisins þarf standast  heilsufarsskoðun til að ljúka skráningu inn í landið. Á höfuðborgarsvæðinu fer sú skoðun fram húsi Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Upplýsingar um heilbrigðisskoðun erlends starfsfólks er að finna á vef Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. 

Kennitala

 Kennitala er veit sem hluti af dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun. Nánari upplýsingar um umsókn og nauðsynleg gögn er að finna á síðu Þjóðskrár Íslands.

Bankareikningur

Starfsmaður stofnar bankareikning þegar hann er kominn með gilda kennitölu eða kerfiskennitölu.

Gott er að atvinnureikandi upplýsi starfsmenn um ferlið og skilyrðin. Hér er að finna einfaldar leiðbeiningar frá helstu bönkum á Íslandi. 

Rafræn skilríki

Þegar starfsmaður er kominn með kennitölu sækir hann um rafræn skilríki. 

 Mikilvægt er að erlent starfsfólk sé upplýst um rafræn skilríki svo að þau geti komist inn á rafræn þjónustasvæði þ.m.t. svæði stofnana, sveitarfélaga, félagssamtaka og fyrirtækja. Atvinnurekandi gæti þurft að upplýsa starfsmanninn um ferlið og skilyrði. 

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að þú hafi SIM-kort sem styður við rafræn skilríki. Ef þú ert ekki viss er hægt að kanna það á vef Auðkennis.

Áður en rafræn skilríki eru notuð þarf að virkja þau, en það er hægt að gera á afgreðlustöðum víða. Mikilvægt er að muna að hafa meðferðis gild skilríki (vegabréf, gild ökuskírteini, eða dvalarleyfiskort)

Sjúkratryggingar

Starfsmaður er ábyrgur fyrir því að vera sjúkratryggður á Íslandi og getur keypt sjúkratryggingu hjá íslensku tryggingafélagi eða erlendu tryggingafélagi með starfsleyfi á Íslandi (sjá lista á heimasíðu FME). Í umsóknaferlinu þarf hann að leggja fram staðfestingu á því að hafa keypt sjúkratryggingu að lágmarksupphæð 2.000.000 sem gildir á Íslandi.

Lágmarksgildistími er sex mánuðir  i frá skráningu lögheimilis umsækjanda á Íslandi. Íslensk tryggingafélög senda staðfestinguna beint til Útlendingastofnunar en hafi sjúkratrygging verið keypt af erlendu tryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi þarf umsækjandi sjálfur að leggja fram staðfestinguna. 

Sex mánuðum eftir skráningu lögheimilis á Íslandi verður dvalarleyfishafi sjálfkrafa sjúkratryggður á Íslandi.   

Sakavottorð frá heimalandi

Óski atvinnurekandi þess skal starfsmaður leggja fram sakavottorð sem gefið er út af heimalandi viðkomandi. Sakavottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða þegar það er lagt fram til vinnuveitanda. Heimilt er að leggja fram aftrit af sakavottorði og ekki er gerð krafa um að það sé lögformlega staðfest. Ef sakavottorð er á öðru tungumáli en ensku eað Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess. 

Vottorð um starfstímabil á Íslandi

Starfsvottorð er staðfesting vinnuveitanda á bæði starfsheiti og starfstíma starfsmannsins.  Réttur launafólks til atvinnuleysistrygginga miðast við starfstímabil og starfshlutfall síðustu 12 mánuði. EES/EFTA ríkisborgarar hafa rétt á að flytja áunninn rétt atvinnuleysistrygginga mill Evróðulanda. 

Hægt er að skila inn staðfestingu á pappír eða í tölvupósti. Nánari upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar.

Viðurkenning erlendra starfsréttinda

Starfsmaður sækir um viðurkenningu á námi og starfsréttinda til ENIC/NARIC og skilar inn til vinnuveitanda.

Atvinnurekandi gæti þurft að veita starfsmanni aðstoð eða upplýsingar um umsóknarferlið. ENIC/NARIC Ísland tekur við umsókn um mat á námi til starfsréttinda í iðgreinum. 

Íslenskukennslu og samfélagsfræðsla

Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga 97/2002 ber atvinnurekanda og stéttarfélagi að veita starfsfólki með tímabundið atvinnuleyfi upplýsingar um grunnnámskeið í íslensku fyrir útlendinga, samfélagsfræðslu og aðra þá fræðslu sem þeim og fjölskyldu þeirra stendur til boða.

Til að finna upplýsingar um framboð á íslenskukennslu, samfélagsfræðslu og annari fræðslu sem gagnast erlendu starfsfólki má skoða námskeiðagátt hér á Hæfnisetri.

Vinnustaðaskírteini

Flest störf í ferðaþjónustu falla undir skilyrði um vinnustaðaskírteini fyrir starfsmenn síða sem hefur að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum 42/2010 og samkomulagi ASÍ og SA. EF starfsmenn bera ekki vinnustaðaskírteini á sér við störf sín, getur það leitt til álagningu dagsekta. 

Á vefnum skirteini.is er hægt að nálgast form fyrir vinnustaðaskírteinin og frekari upplýsingar um gerð þeirra. 

Framlenging / Endurnýjun á tímabundnu atvinnuleyfi

Umsókn um framlengingu á tímabundnu atvinnuleyfi þarf að fylla út og sækja um til Útlendingastofnunar eigi síðar en fjórum vikum áður en það rennur út. Við framlengingu þarf  áfram að uppfylla öll skilyrði tímabundins atvinnuleyfis og atvinnurekandi þarf að hafa staðið skil á staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa erlends starfsmanns. 

Á vef Útlendingastofnunar er að finna ítarlegar upplýsingar um endurnýjun dvalar- og atvinnuleyfis.  

  • Ef umsókn vegna endurnýjunar er samþykkt þarf starfsmaður að mæta með vegabréf vegna myndatöku í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanns utan höfðborgarsvæðisins. Panta þarf tíma hér. 
  • Ef umsókn vegna endurnýjunar er synjað þá hefur umsækjandi 15 daga til að kæra niðurstöðu til kærunefndar útlendingamála.  

Að flytja frá Íslandi

Starfsmanni sem hættir í starfi og hyggst flytja frá Íslandi ber að tilkynna flutninginn til Þjóðskrár Íslands. Flutningur lögheimilis frá Íslandi þarf að vera skráður innan 7 daga frá flutningi.  

Atvinnurekanda ber ekki skylda til að tilkynna flutning en gæti þurft að skrá staðfestingu á starfstímabili og/eða starfslokum (sjá að ofan) þar sem atvinnuleysisréttindi flytjast milli landa.  

Mikilvægt  er að upplýsa starfsmann um tilkynningarskylduna og má benda á vef Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar fyrir fleiri gagnlegar upplýsingar varðandi flutning frá landinu.  

Hafðu samband