Einfaldar leiðir til að bæta flokkunarárangur

Breytingar á lögum í úrgangsmálum tóku gildi árið 2023 þar sem byrjað var að innheimta gjöld fyrir ranga meðhöndlun úrgangs. Því getur orðið dýrkeypt fyrir fyrirtæki að flokka vitlaust. Rétt flokkun er því arðbær fyrir reksturinn, mætir væntingum viðskiptavina og fyrirtækin sýna í verki samfélagslega ábyrgð.
Mikilvægi flokkunar

1. Tryggið að allar tunnur séu til staðar í ruslageymslu til að taka á móti flokkuninni

  • Pappír/pappi 
  • Plast 
  • Matarleifar 
  • Blandaður úrgangur 
  • Málmar  
  • Gler 
  • Textíll (svuntur, dúkar, bolir og annað) 

Vissir þú að ef skilið er eftir rusl á gólfi eða tunnur yfirfullar þá er rukkað auka losunargjald?

2. Passið að innanhússflokkunarílát séu einnig til staðar

Vissir þú að það má nota hvaða innanhúsílát sem er (t.d. ílát sem vörur koma í á borð við egg, mæjónæs o.s.frv.) svo lengi sem hráefnin eru flokkuð rétt?

3. Merkið tunnur og ílát með samræmdum merkingum

  • Hægt er að hlaða niður merkingunum endurgjaldslaust á www.fenur.is 
  • Einnig er hægt að kaupa límmiðamerkingar hjá þjónustuaðilum

Vissir þú að best er að fá endurvinnsluefni (s.s. pappír og plast) beint í tunnurnar því það er meiri vinna fyrir þjónustuaðila að tæma pokana?

4. Notist við viðeigandi poka

  • Bréfpokar fyrir matarleifar 
  • Glærir pokar fyrir endurvinnsluefni og almennt sorp

Vissir þú að allir svartir pokar er flokkaðir í óendurvinnanlegt almennt sorp sem er dýrari flokkur?

5. Prentið út flokkunarleiðbeiningar fyrir starfsfólk

  • Íslenska gámafélagið og Terra eru með prentvænar flokkunarleiðbeiningar á íslensku, ensku og pólsku 
  • Setjið leiðbeiningar hjá innanhússflokkunarílátum  

Vissir þú að það er hægt að fara með pappa, plast og aðra flokka sem eru í miklu magni til Íslenska Gámafélagsins og lækka þar með losunargjald?

6. Fylgist með hvernig til gengur

  • Fylgist með hvort það sé verið að flokka rétt 
  • Takið upp umræðu á starfsmannafundum til að komast að hindrunum við að flokka rétt og fáðið uppástungu hjá starfsfólki um hvernig væri hægt sé að gera betur 
  • Takið nauðsynleg skref til að innleiða frekari breytingar til að tryggja rétta flokkun

Vissir þú að á landsbyggðinni fer almennt sorp í urðun en á höfuðborgarsvæðinu fer flest almennt sorp í orkunýtingu?

Fræðsluefni um flokkun hjá þjónustuaðilum

Gættu þess að matarolía sé flokkuð sér í upprunalegum brúsum og að geyma kvittanir fyrir heilbrigðiseftirlitið 

Hafðu samband