Þjálfaðu starfsfólkið þitt

Stór þáttur í að byggja upp sterka öryggismenningu er að hafa skýra þjálfunaráætlun fyrir nýtt og núverandi starfsfólk. Áætlunin ætti að gera grein fyrir grunnatriðum sem allir þurfa að læra, og skilgreina hvernig fyrirtækið ætlar að uppfæra færnina reglulega. Áætlunin ætti bæði að upplýsa starsfólk um öryggisverkferla og veita viðeigandi öryggisþjálfun. Gerðu verklegar æfingar með starfsfólkinu, byggðar á raunverulegum atburðarásum.  

  • Sjá dæmi um öryggisþjálfun í námskeiðsyfirliti hér á hæfni.is  

Hafðu samband