Öryggi

Brýnt er að starfsfólk búi yfir þekkingu á helstu öryggisatriðum.

Eldvarnir

Fæðuofnæmi

Ferðaöryggi

Matvælaöryggi

Skyndihjálp

Skoða allt

Nauðsynlegt er að þú kynnir þér mikilvæg öryggisatriði, m.a.:

  • Hvar eru neyðarútgangar og flóttaleiðir?
  • Hvar eru slökkvitæki og eldvarnateppi og hvernig á ég að nota búnaðinn?

Eldvarnarteppi

Eldvarnarteppi á að nota þegar upp kemur eldur í potti eða pönnu við eldamennsku eða ef upp kemur eldur í fatnaði eða smærri hlutum.

Hvernig á að nota eldvarnarteppi?

  • Kippið í borðana tvo sem standa út úr kassanum sem inniheldur eldvarnarteppið til að ná teppinu út.
  • Haldið um borðana og snúið hálfhring upp á teppið. Með þessum hætti er betur hægt að verjast hitanum.
  • Leggið teppið og þéttið eins og mögulegt er þar til eldurinn hefur slokknað.
  • Ef reynt er að slökkva eld í smáum hlut, t.d. bók eða bangsa er teppinu vafið eins vel um hlutinn og kostur er.
  • Það getur tekið nokkrar mínútur að kæfa eldinn með þessum hætti og því mikilvægt að gefa teppinu tíma til að vinna á eldinum.
  • Reynið ekki að fara út með logandi pott eða pönnu – slíkt skapar meiri hættu.
  • Ef hægt er, slökkvið undir hellunni og dragið pott eða pönnu varlega af hellunni (sé helluborðið slétt).
  • Hafið teppi á pottinum eða pönnunni þangað til slökkviliðið kemur.

Slökkvitæki

Handslökkvitækjum er ætlað að slökkva eld á byrjunarstigi, áður en hann vex og verður óviðráðanlegur.

  • Við notkun slökkvitækja skal gæta þess að halda því uppréttu og beina slökkviefninu með jafnri hliðarhreyfingu að rótum eldsins.
  • Það fer eftir stærð og gerð tækisins hve fljótt það tæmist, en gott er að hafa í huga að þau tæmist á sekúndum ekki mínútum.

Upplýsingar sem hér eru birtar eru fengnar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Hafðu samband