Símavesenið

SAGAN:

Hópur eldri borgara fer á veitingastað til þess að fagna saman. Þau bóka þriggja rétta veislu og gera ráð fyrir því að vera á veitingastaðnum í tvo klukkutíma. Þau mæta á veitingastaðinn áður en annatíminn hefst og bókunin er skráð sem hópaseðill. Þrír þjónar eru að afgreiða. Auk eldri borgaranna eru ein fjölskylda og eitt par á veitingastaðnum og hafa þau nú þegar fengið pöntun sína. Einn þjónanna vísar eldri borgurunum til borðs og færir þeim matseðil.
Nokkrum mínútum seinna biður einn úr hópnum um vatnsglas og annar biður um vínseðilinn. Þjónninn kinkar kolli, en fer síðan að spjalla við samstarfsfélaga sinn um vesen sem hann lenti í með símann sinn. Starfsmennirnir spjalla saman beint fyrir framan gestina. Einn gestanna reynir að ná til þjónanna með því að rétta upp hönd, sem samstarfsfélaginn tekur eftir og bendir þjóninum á.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað finnst ykkur um þetta raundæmi? Hvernig hefðuð þið brugðist við ef að þið væruð gestir í þessum aðstæðum?
  • Hefði verið hægt að undirbúa borðið á annan hátt til þess að koma betur til móts við þarfir gestanna?
  • Hvað í hegðun starfsmannsins gæti pirrað gestina?
  • Hvað þarf starfsmaðurinn að gera sér grein fyrir með tilliti til ánægju viðskiptavina?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband