Neyðarástand

SAGAN:

Tólf manna hópur er í leiðsögn um Dimmuborgir. Leiðsögumaðurinn er í miðri sögu þegar hún sér einn þátttakenda þrýsta hendinni að bringu og setjast á bekk. Hún sér að manninum líður illa, eiginkona hans verður hrædd og athygli hópsins beinist að hjónunum. Leiðsögumaðurinn fer og sest við hliðina á manninum og sér að hann svitnar mikið og er með andþyngsli.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað haldið þið að hafi komið fyrir manninn?
  • Hvað ætti að vera forgangsatriði í slíkum aðstæðum?
  • Hvað þarf leiðsögumaðurinn að gera til að forðast hræðsluástand í hópnum?
    • Hvernig ætti leiðsögumaðurinn að hegða sér og tala í slíkum aðstæðum?
  • Hvaða undirbúningur þarf að vera fyrir slíka ferð til að tryggja árangursríka útkomu, ef neyðartilvik skyldi bresta á?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband