Gleymda pöntunin – Hluti 1

SAGAN:

Fjögurra manna fjölskylda frá Íslandi mætir á veitingastað klukkan 12:30 og er með bókað borð. Þeim er heilsað af vinarlegum þjóni sem vísar þeim til borðs sem búið er að dekka. Þjónninn réttir gestunum matseðil. Hún er glaðleg og spjallar við gestina.
Ekki líður langur tími þar til þjónninn kemur aftur og færir gestunum vatn og brauð. Hún tekur fram að brauðið sé heimagert, að smjörið sé þeytt og að íslensku salti hafi verið stráð yfir brauðið. Síðan mætir stór hópur og veitingastaðurinn fyllist. Þjónninn fer að aðstoða hópinn, en kemur síðan aftur að borðinu þar sem fjölskyldan situr og tekur niður pöntun hennar. Drykkirnir eru bornir fram skömmu síðar.
Fjörutíu mínútum síðar er fjölskyldan hins vegar ekki enn búin að fá matinn sinn. Móðirinn ákveður að spyrjast fyrir og þjónninn uppgötvar þá að pöntunin hafi ekki skilaði sér í eldhúsið. Þjónninn hafði verið annars hugar þegar stóri hópurinn mætti.

VERKEFNIÐ:

Gerðu hlé hér og spyrðu hópinn: Hvernig myndu þið bregðast við?

Raundæmið heldur áfram í hluta 2 hér að neðan.

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband