Beðið eftir borði

SAGAN:

Enskt par á sextugsaldri er að keyra um Borgarnes og ákveður að fara á veitingastað. Þar er margt um manninn og parið bíður eftir því að einhver taki á móti þeim. Þau standa við skilti sem segir “Bíðið hér þar til við finnum borð handa ykkur”. Aðeins fáir þjónar eru á staðnum og allir eru þeir uppteknir þannig að þeir veita parinu enga athygli. Parið er orðið óþolinmótt en þau ákveða samt að bíða lengur. Þau reyna án árangurs að ná augnsambandi við starfsfólkið. Nokkrir starfsmenn taka eftir parinu en þar sem allir eru uppteknir vonast þeir eftir því að einhver annar geti tekið á móti parinu.
Gestirnir gefast upp og yfirgefa staðinn nokkrum mínútum seinna án þess að starfsfólkið hafi náð að tala við þau. Í kjölfarið skrifa þau mjög neikvæða umsögn á Tripadvisor. Eigandinn svarar kvörtuninni og biðst afsökunar.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þið heyrið þetta raundæmi?
  • Hvað finnst ykkur um viðbrögð parsins?
  • Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta?
    • Hefði verið hægt að leysa þetta auðveldlega?
  • Hafið þið einhvern tímann lent í því að ykkur hafi ekki verið heilsað eða að þjónustustarfsfólk hafi ekki tekið eftir ykkur? Ef svo, segðu frá dæmi.
    • Hvernig leið ykkur?
  • Veltið fyrir ykkur mikilvægi ummæla og hvernig þau geta haft neikvæð áhrif á fyrirtæki.

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband