Bátavandræði

SAGAN:

Fjögurra manna fjölskylda hafði bókaði ferð til Íslands í gegnum ferðaskrifstofu í Bandaríkjunum, þar á meðal var bókuð hvalaskoðun. Ferðaskrifstofan hafði tilkynnt fjölskyldunni að einkabíll myndi sækja fjölskylduna á hótelið þeirra. Dagurinn rennur upp og fjölskyldan bíður spennt fyrir utan hótelið, en enginn birtist. Þau ákveða því að ganga í átt að hvalaskoðunarfyrirtækinu.

Við komuna tjáir starfsmaðurinn að reynt hafi verið að ná í þau símleiðis og útskýrir að fjölskyldan hefði verið bókuð í almenningsferð sem fór frá höfninni þar sem fyrirtækið er staðsett. Eftir nokkra bið eftir fjölskyldunni varð báturinn að leggja af stað og höfðu þau því misst af síðasta bát dagsins.

Foreldrarnir eru í miklu uppnámi og öskra á starfsmanninn: „Við erum löngu búin að bóka þessa ferð og þú áttir að sækja okkur á hótelið, þetta er óásættanlegt!“

Starfsmaðurinn reynir að róa þau niður með því að útskýra að ferðaskrifstofan hafi gefið þeim rangar upplýsingar, bókunarstaðfestingin sýndi að fyrirtækið keyrir ekki á hótel til að ná í gesti. Þessi útskýring dugar ekki til að róa þau og konan hótar starfmanninum að skilja eftir slæma umsögn á Tripadvisor.

Öskrin halda áfram þar til starfsmaðurinn segir: „Má ég biðja um eitt?“ og heldur áfram: „Getum við talað saman í rólegheitum til að reyna að finna lausn á þessu máli saman“? Þetta nægir til að róa gestina og starfsmaðurinn hefur samband við eigandann til að leita ráða. Eigandinn ákveður að fara sjálfur með fjölskylduna í bátsferð svo allir gangi glaðir í burtu.

Síðar kemur fjölskyldufaðirinn til starfsmannsins, biðst afsökunar á framkomu þeirra og gefur rausnarlegt þjórfé.

VERKEFNIÐ:

  • Er eitthvað sem starfmaðurinn hefði getað gert öðruvísi?
  • Hvernig brást hann rétt við?
  • Hvernig hefðuð þið brugðist við slíkum aðstæðum?
  • Hvað finnst ykkur um sérferðina sem fjölskyldan fékk, einkabátatúr með eiganda fyrirtækisins? Af hverju haldið þið að eigandinn hafi gert það, og án þess að rukka neitt aukalega fyrir?
  • Hvað hefði starfsmaðurinn getað gert í stöðunni ef eigandinn hefði ekki verið á staðnum?
  • Bónus spurning: Hvernig haldið þið að starfsmanninum hafi liðið eftir þessi samskipti?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband