Gestur á 5 stjörnu hóteli í Reykjavík hefur mikinn áhuga á menningu. Alltaf þegar hann heimsækir Reykjavík hefur hann pantað miða á ýmsa menningarviðburði í gegnum bókunarskrifstofu. Í þetta skiptið var hann ekki búinn að panta neina miða þar sem hann hafði ekki haft tíma.
Eftir tveggja daga dvöl á hótelinu fréttir hann af því að það á að sýna sérstaka sýningu í Hörpu. Bókunarskrifstofan er lokuð svo hann biður starfsmann í afgreiðslunni að panta miða fyrir sig. Starfsmaðurinn svarar að það sé of seint, slíkan miða þarf að panta með löngum fyrirvara: “Ég veit ekki hvernig ég á að uppfylla ósk þína því þessir miðar hafa verið uppseldir í margar vikur”, segir móttökustarfsmaðurinn.
Gesturinn heldur áfram að spyrja hvort það séu engir möguleikar í stöðunni en starfsmaðurinn tjáir honum aftur að það sé ekkert sem hann geti gert til að útvega miða. Þetta veldur gestinum miklum vonbrigðum og segir hann við starfsmanninn að hann hefði búist við meiru af hóteli sem þessu.
Raundæmi frá Enterprised.