2. Náttúruvernd

Náttúruvernd snýst um að tryggja hreinleika og heilbrigði umhverfisins, bæði fyrir náttúruna sjálfa sem og fyrir fólkið sem lifir og starfar innan hennar. Íslensk náttúra er helsta aðdráttarafl ferðamanna og því er náttúruvernd mikilvægt hagsmunamál ferðaþjónustunnar.

Með því að fræða ferðamenn um náttúru og umgengni um Ísland eykur þú líkurnar á persónulegri tengingu ferðamannsins við staðinn, náttúruna og samfélagið.

Helstu umgengnisreglur til verndar íslenskrar náttúru:

  • Bannað er að aka utan vega lögum samkvæmt því ökutæki geta markað sár í landið sem eru óafturkræf.
  • Fylgja skal merktum stígum. Stígar eru gerðir til þess að auka öryggi fólks og vísa því rétta leið og draga úr álagi á viðkvæma náttúru.
  • Nýta skal merkt tjaldsvæði. Almennt er heimilt að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi en af tillitssemi við landið og eigendur er þó mælt með að tjalda sem mest á tjaldsvæðum.
  • Ekki skal skilja eftir rusl.
  • Ekki skal kveikja bál á grónu landi.

Nánar um umgengni um náttúru Íslands má lesa á vef Umhverfisstofnunar.

Hafðu samband