2. Samningur og umsókn um styrk fyrir verkefnið

Sótt um styrk fyrir verkefninu í gegnum attin.is. Hér að neðan eru skrefin til að sækja um styrk:

  1. Inni á áttin.is er tegund umsóknar Fræðslustjóri að láni. Hakað er við þá þrjá starfsmenntasjóði sem eru þátttakendur í verkefninu Fræðsla til framtíðar:

    ○ Landsmennt
    ○ Starfsafl
    ○ Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

  2. Skrá upplýsingar um verkefnið:

    ○ Skráður heildarfjöldi starfsfólks sem tekur þátt í verkefninu Fræðsla til framtíðar. 
    ○ Í flipanum Óskir um ráðgjafa er skráð Fræðsla til framtíðar/nafn ráðgjafa
    ○ Ósk um upphaf verkefnis er ákveðið í samstarfi við ráðgjafann og skráð í viðeigandi flipa.
    ○ Excel skjal með upplýsingum um þátttakendur og stéttarfélgasaðild (nafn, kt. og stéttarfélagsaðild) er hlaðið inn.


Þegar verkefnið er samþykkt er gerður samningur við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og verkefnastjórann.

Verkefnið hefst formlega við samþykki frá viðkomandi Starfsmenntasjóði og undirritun samnings.

Þeir sem sækja um til Starfsafls þurfa að hlaða niður yfirliti um launagreiðendur hjá Gildi og senda sem fylgiskjal með umsókninni.

 

Skoða allt

Hafðu samband