Fræðsla til framtíðar

Vill þitt fyrirtæki taka þátt?

Hafðu samband til að vita meira um Fræðslu til framtíðar verkefnið

Stjórnendum lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja (<50 starfsmenn) boðin ráðgjöf og aðstoð allt að 20 klst við að koma á markvissri fræðslu og þjálfun starfsfólks.

Markmið Fræðslu til framtíðar er að styðja við og valdefla stjórnendur fyrirtækja til að sjá sjálfir um fræðslugreiningu innan fyrirtækis og koma á fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk. Stjórnandinn verður því sjálfbær í að greina, koma á og viðhalda fræðslu – til framtíðar.

Ráðgjöfin getur meðal annars falið í sér:

• Greiningar á fræðsluþörf fyrir allt fyrirtækið

• Greiningar á fræðsluþörf fyrir ákveðin störf

• Skipulag nýliðaþjálfunar, annað hvort fyrir alla nýliða eða nýliða í ákveðnum störfum

• Stuðningur við starfsþróunarsamtöl

• Þjálfun á verkfærum Hæfnisetursins

Ráðgjöfin er styrkt af starfsmenntasjóðum SVS, Starfsafls og Landsmennt

1. Heimsókn til fyrirtækis

2. Samningur og umsókn um styrk fyrir verkefnið

3. Greining á fræðsluþörfum

4. Fræðsluáætlun og framkvæmd fræðslu

5. Eftirfylgni

Skoða allt

Verkefnastjórar Hæfniseturs ferðaþjónustunnar hafa samband og kíkja í heimsókn til að kynna þjónustuna. Í fyrstu heimsókninni fá stjórnendur innsýn í fræðslu- og stuðningsefni sem er í boði á haefni.is, og er boðið að vera með í verkefninu Fræðslu til framtíðar. 

Þegar ákvörðun um þátttöku liggur fyrir kynnir Hæfnisetrið úrval verkefnastjóra og tengir saman fyrirtækið og valinn verkefnastjóra.

Viltu fá kynningu á Fræðslu til framtíðar?

Hafðu samband