Þjálfunarkerfinu er skipt upp í þrjá þætti, jöklaleiðsögn, fjallaleiðsögn og skíðaleiðsögn. Grunnþjálfun í jóklaleiðsögn tekur 4 daga og fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórn.