Langar þig að styrkja vinnustaðinn með fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólkið þitt? Hafðu samband til að fá ókeypis ráðgjöf og stuðning.
Stjórnendur og millistjórnendur gegna mikilvægu hlutverki í öryggismenningu vinnustaðar. Þeir gefa tóninn fyrir fyrirtækjamenninguna með því að sýna gott fordæmi fyrir starfsfólk til að fylgja öryggisstefnu og verklagsreglum, veita þjálfun þegar þörf krefur, hvetja starfsfólk til að sýna örugga vinnuhegðun og viðhorf í starfi og verðlauna starfsfólk sem leggja áherslu á öryggismál. Allt þetta gerir vinnustaðinn öruggari fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Mikilvægt er að fyrirbyggja og bregðast skjótt við áreitni og ofbeldi á vinnustað. Kynntu þér stuðningsefni fyrir stjórnendur og starfsfólk.
Hér geta stjórnendur fundið verkfæri til að framkvæma fræðslugreiningu og setja upp fræðsluáætlun.
Hér getur þú fundið dæmi um starfsánægjukönnun og fræðslukannanir fyrir starfsfólk.
Skýrt móttökuferli styttir aðlögunartíma starfsmannsins og virkjar hann til góðra verka fyrirtækinu til hagsbóta.
Erlendir ríkisborgarar sem koma til starfa innan ferðaþjónustunnar þurfa að sækja um ýmis leyfi og réttindi. Mikilvægt er að hefja umsóknir tímanlega því ferlið getur tekið allt að sex mánuðum. Leiðbeiningar okkar auðvelda stjórnendum og starfsfólki ráðningarferlið með því að útskýra hvert skref í ferlinu.
Seigla er hæfni einstaklinga og hópa til að sigrast á mótlæti. Við eflum líkamlegt úthald ef við æfum markvisst og á sama hátt eflum við andlegan styrk ef við þjálfum seigluvöðvann. Seigla snýst ekki endilega um að harka af sér með bros á vör í gegnum erfitt tímabil, heldur að viðurkenna erfiðleika en samt sem áður finna innri hvatningu, von og bjartsýni til að halda áfram. Hér finnur þú góð ráð og æfingar sem hjálpa þér að þjálfa seigluvöðvann og vera öðrum hvatning.
Hér má finna allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Stafræn umbreyting er geta einstaklinga, fyrirtækja og samfélagsins til að skilja, nota og njóta góðs af stafrænni tækni. Stafræn þróun er talin vera lykilatriði þegar kemur að samkeppnisforskoti og vexti innan ferðaþjónustunnar og því hefur Hæfnisetrið tekið saman tíu góð ráð sem vert er að huga að áður en ákvörðun er tekin um stafræna þróun.
Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin
Breytingar á lögum í úrgangsmálum tóku gildi árið 2023 þar sem byrjað var að innheimta gjöld fyrir ranga meðhöndlun úrgangs.
Því getur orðið dýrkeypt fyrir fyrirtæki að flokka vitlaust.
Rétt flokkun er því arðbær fyrir reksturinn, mætir væntingum viðskiptavina og fyrirtækin sýna í verki samfélagslega ábyrgð.