Íslenskunám og annar stuðningur

Gerðu þína eigin málstefnu

Íslenskunám

Fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á fjölbreytt íslenskunámskeið á öllum stigum, frá byrjendum til lengra kominna. Námskeið eru staðbundin eða rafræn og standa þannig starfsfólki til boða óháð staðsetningu. 

  • Oft eru tungumálanámskeið hönnuð með tilliti til ákveðinna starfa og/eða kennd í tungumálahópum. 
  • Flestir fræðsluaðilanna eru tilbúnir til að vinna með fyrirtækjum að því að hanna vefnámskeið sem mætir þörfum þeirra, jafnvel starfstengd m.t.t. fagorða, fyrir tiltekinn fjölda starfsfólks sem vill læra íslensku. 
  • Ef þú sérð ekki íslenskunámskeið auglýst í nágrenni við þitt fyrirtæki, geturðu alltaf haft samband við næstu símenntunarmiðstöð eða fræðsluaðila. Smelltu hér á kortið til að finna fræðsluaðila nærri þér.
  • Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum! Mörg þeirra endurgreiða/styrkja allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

 

Samkvæmt lögum atvinnuréttindi útlendinga ber atvinnurekendum og stéttarfélögum að veita starfsfólki með tímabundið atvinnuleyfi upplýsingar um íslenskunámskeið sem þeim standa til boða.

Fagorðalistar

Hjá Hæfnisetri ferðaþjónustu, í samstarfi við hagaðila, hafa verið þróaðir sérhæfðir fagorðalistar fyrir störf í ferðaþjónustu, með algengum orðum og orðatiltækjum sem not eru í greininni. Orðalistarnir geta bætt og aukið samskipti á vinnustað og við ferðafólk sem vill gjarnan líka kynnast íslenskunni með því að læra stök orð. 

  • Orðalistarnir eru á þremur tungumálum og hægt er að hlusta á framburð orða á íslensku.
  • Fagorðalistar ferðaþjónustunnar eru fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Nálgast má listana hér.
  • Fiskabúrið er hugsað fyrir starfsfólk í samskiptum við gesti t.d. á veitingahúsum og geymir það safn heita yfir matfisk, með myndum eftir Jón Baldur Hlíðberg. Fiskabúrið er á fjórum tungumálum, sjá hér.

Sjálfsnám í íslensku

Skipulagning vakta og boðun starfsfólks á íslenskunámskeið á vinnutíma getur verið flókin, sérstaklega í ferðaþjónustu þar sem vaktavinna er algeng. Sjálfsnám í íslensku er einföld leið og stendur starfsfólki til boða óháð staðsetningu og vinnutíma. Sjálfsnám getur innihaldið kennslustundirprentvænt efni og leiðbeiningar um framburð. 

Dæmi um leiðir í sjálfsnámi:

Hægt er að nálgast sjálfsnám í íslensku á síðu Hæfniseturs Námskeið fyrir ferðaþjónustuna með því að velja valkostinn „íslenskukennsla“ undir felligluggunum: „Veldu fræðslusvið“ og „Stafrænt“. 

Stafrænar lausnir

Með aukinni tækni eru fjölbreyttar stafrænar lausnir til að læra orðaforða og æfa notkun íslenskunnar, s.s. öpp, myndbönd, netorðabækur ofl. Slíkur stuðningur nýtist fólki sem er að læra íslensku og samstarfsfólki þeirra.

Hægt er að nálgast alls konar stafrænar lausnir á síðu Hæfniseturs Námskeið fyrir ferðaþjónustuna með því að velja valkostinn „Íslenskukennsla“ undir felliglugganum: „Veldu fræðslusvið“ og „Stafrænt“.

Dæmi um stafrænan stuðning við að læra, nota og æfa íslensku: 

  • Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Boðið er upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. (Sem stendur er Bara Tala aðeins í boði fyrri vinnuveitendur gegn endurgjaldi).
  • Play Your Way to Iceland er fræðsluvettvangur fyrir fólk sem vill kynna sér Ísland, tungumálið og menninguna.
  • TVÍK er tæknivæddur íslenskukennari eða“stafrænn málhafi“ sem getur átt í samtölum við fólk, spjallað við það og veitt því endurgjöf um orðfæri þess og málbeitingu. Tvík geri fólki kleift að læra málið með því að leggja orð og málfræðireglur á minnið.
  • Málstaður er gagnlegur stuðningur við notkun íslensku, þar á meðal við að skrifa góðan texta, talgreiningu, hreinskrift á texta og svörun spurninga. 
  • Íslensk nútímamálsorðabók er aðgengileg rafræn orðabók sem inniheldur 56 þúsund uppflettiorð, orðasambönd, orðskýringar, myndskreytingar, hljóðritanir á framburði flestra orðanna og tengla á beygingar orða.

Samfélagstengd íslenskukennsla

Samfélagstengd íslenskukennsla er gagnleg leið til að æfa íslensku í nærsamfélaginu, stuðla að inngildingu og um leið kynnast íbúum. Jafnframt skapar hún tækifæri fyrir bæði starfsfólk og fyrirtæki til að styrkja staðbundna menningu og tungumálið um leið. 

  • Símenntunarmiðstöðvarbókasöfn og félagasamtök bjóða oft upp á samfélagsleg verkefni fyrir fólk sem vill æfa eða læra íslensku.  Hægt er  hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins til   frekari upplýsingar um slík verkefni í nærsamfélaginu
  • Tengsl við nærsamfélagið, til dæmis með íslenskukennslu og þjálfun, eru mikilvægur þáttur í sjálfbærri ferðaþjónustu með ávinning fyrir nærsamfélagstarfsfólk og fyrirtæki. 

 

Dæmi um slík námskeið eru:  Gefum íslensku séns á Vestfjörðum, Icelandic Language Club á Akureyri og Kvennaborðið í Reykjavík

Hafðu samband