Menntamorgnar ferðaþjónustunnar hafa hingað til verið samvinnuverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Nú hafa Hæfnisetrið og SAF sameinað krafta sína með Markaðsstofum landshlutanna og eru Menntamorgnarnir nú samstarfsverkefni þessa þriggja aðila. Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru haldnir reglulega til að koma á framfæri því sem er efst á baugi varðandi hæfni og gæði greinarinnar á Íslandi.
Það er sönn ánægja að fá Markaðsstofur landshlutanna með í samstarfið. Samstarfið styrkir áhrif menntamorgna, en markaðsstofurnar hafa góða innsýn í þarfir fyrirtækja í hverjum landshluta og fræðslan getur náð til breiðari hóps þegar allir leggjast á eitt við að miðla viðburðinum til stjórnenda í ferðaþjónustu.
Menntamorgunn 10. apríl kl. 9-9.45
Þema næstkomandi Menntamorguns er undirbúningur fyrir vertíðina – ráðningar og Z kynslóðin. Þar verður meðal annars tekið fyrir hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga við vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursríkt starfsviðtal og fylgja nýliðum eftir, ásamt hugvekju um breyttar þarfir nýrrar kynslóðar og hvernig sé hægt að mæta þeim.
Skráning hér.