Fjallaháska aflýst

SAGAN:

Ungt par ákveður að eyða sumarfríinu sínu á litlu hóteli fyrir austan. Svæðið er þekkt fyrir fjallgöngur og þaðan koma margir ferðamenn árlega. Parið hefur takmarkaða reynslu af krefjandi fjallgöngum og eiga ekki viðeigandi búnað. Engu að síður stefna þau á einn erfiðasta fjalltindinn á svæðinu og eigandi hótelsins sem þau gista á mælir með viðráðanlegri leið sem er þó í hárri lofthæð.

Veðrið hafði verið gott dagana fyrir gönguna og þegar parið er tilbúið að leggja af stað um morguninn eru þau klædd léttum fatnaði og skóbúnaði. Eigandinn tekur þau á tal og segir að þau geti ekki farið í gönguna því þau hafa ekki hugmynd um hvað það krefst að fara í slíka göngu: “Svo þið ætlið í fjallgöngu án þess að hafa viðeigandi búnað? Það er mikilvægt að huga að öryggi þegar haldið er í slíka göngu”.

Parinu er augljóslega brugðið og þau velta fyrir sér af hverju eigandinn hafði mælt með göngunni. Þá útskýrir eigandinn að veðrið sé að breytast mjög hratt og það væri von á snjókomu síðar um daginn og förin gæti því verið hættuleg fyrir þau. Eigandinn bætir síðan við í kvartandi tóni að ferðamenn sem fylgjast ekki með veðurfarsbreytingum á slíkum svæðum lenda oft í háska og það þurfi að senda út Björgunarsveitina til að aðstoða.

VERKEFNIÐ:

  • Hefði eigandinn átt að upplýsa parið um almennar kröfur á fjallgöngum sem þessum þegar hann sýndi þeim leiðina?
  • Haldið þið að gestirnir hafi haft skilning á því af hverju eigandinn andmælti för þeirra, sem hann hafði mælt með áður? Ætli gestirnir hafi kunnað að meta það?
  • Hefði eigandinn getað brugðist öðruvísi við?
  • Af hverju haldið þið að hóteleigandinn hafi brugðist svona við þegar hann mætti gestum sínum um morguninn?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband