Ellefu skólafélagar fara saman í helgarferð á vinsælan ferðamannastað fyrir austan. Einn úr hópnum er búinn að panta borð á þekktum veitingastað. Það er laugardagskvöld og það er margt fólk á veitingastaðnum. Allt gengur vel hjá hópnum, þau njóta kvöldverðsins og eru ánægð með þjónustuna. Síðan biðja þau um reikninginn og útskýra að þau vilji skipta greiðslunni. Þau biðja um að allir í hópnum fái sér reikning yfir þá rétti sem þeir pöntuðu.
Þjónninn fer í uppnám og segir að þau hefðu átt að tilgreina það þegar þau pöntuðu borðið. Hann segir að það sé mjög erfitt að gera það sem þau eru að biðja um og hann viti ekki hvernig hann eigi að bregðast við núna þar sem kerfið leyfi honum ekki að skipta greiðslunni. Einn gestanna stingur upp á því að þjónninn setji pantanirnar handvirkt í kerfið, en þjónninn svarar að það sé of erfitt fyrir hann að leggja saman svona margar tölur.
Til þess að forðast óþægindi ákveður hópurinn á endanum að einn þeirra borgi heildarverðið og þau skipti síðan greiðslunni jafnt milli sín.
Raundæmi frá Enterprised.