Egg, beikon og brotin glös

SAGAN:

Starfsmaður í morgunverðarhlaðborði er vægast sagt búinn að eiga erfiða vakt. Þrátt fyrir að reyna sitt besta til að fylla á morgunmatinn, tæmist hlaðborðið fljótt og hún hefur ekki undan að fylla á. Svangir hótelgestir bíða við hlaðborðið eftir að fá morgunmat og kvarta yfir biðinni. Á endanum kemur einn gestur inn í eldhús þar sem starfsfólk er í óðaönn að útbúa matinn og kvartar yfir seinagangi. Hann var orðinn seinn í ferð og fékk ekkert egg og beikon. Eftir að hafa beðist afsökunar á því er morgunverðardaman að bera bakka af glösum inn í sal þegar hún hrasar og glösin brotna fyrir framan hótelgesti. Hún flýtir sér að sópa þetta upp en sker sig í leiðinni og hugsar með sér hvenær þessi hörmulega vakt muni eiginlega taka enda.

VERKEFNIÐ:

  • Þegar þið hafið átt erfiðan dag í vinnunni, hvernig getið þið hlúið að ykkur sjálfum?
    • Á bæði við um starfsfólk og yfirmenn
  • Ef þið horfið upp á samstarfsfólk eiga í erfiðum samskiptum við gesti eða upplifa erfiðar aðstæður í vinnunni, hvernig getið þið veitt þeim stuðning?
    • Ef þú ert yfirmaður, hvernig getur þú veitt starfsmanni stuðning?
  • Er hægt að mynda stuðningsnet á vinnustað, þar sem starfsfólk getur leitað sér stuðnings hjá öðru samstarfsfólki eða yfirmanni þegar þörf er á?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband