Gleymda pöntunin – Hluti 2

SAGAN:

Þjóninn er alveg miður sín og segir: „Ég biðst innilega afsökunar á að þetta hafi gerst! Maturinn er í boði hússins. Ég er búin að tala við eldhúsið og þau segja að maturinn verði tilbúinn eftir um það bil 15 mínútur. Ég lofa að maturinn muni bragðast sérstaklega vel í ljósi þess að þið hafið beðið svona lengi eftir honum.“ Fjölskyldan hlær og þrátt fyrir að vera svolítið svekkt eru þau sátt með lausnina sem þjónninn bíður þeim. Þjónninn bætir við: „Get ég fært ykkur meira brauð á meðan þið bíðið? Ég skal ná í meira vatn handa ykkur“.
Þegar fjölskyldan yfirgefur veitingastaðinn þakka þau þjóninum fyrir góða þjónustu. Þau segja henni að hún hafi brugðist vel við og að þau hlakki til að koma aftur.

VERKEFNIÐ:

  • Ímyndið ykkur að þið séuð gestirnir. Allir eru svangir við komuna á veitingastaðinn. Hvernig mynduð þið bregðast við?
    • Hefur þetta komið fyrir ykkur einhvern tímann, annað hvort sem gestir eða þjónar?
      • Hvernig var tekist á við vandamálið og hvernig var útkoman?
      • Hvernig leið ykkur?
  • Fjölskyldan segir þjóninum að hún hafi brugðist vel við.
    • Hvernig brást hún vel við?
    • Á hvaða annan hátt hefði hún geta brugðist við? (Það liðu 40 mínútur þangað til að vandinn var uppgötvaður)
  • Veltið fyrir ykkur því sem gerðist áður en fjölskyldan uppgötvaði að pöntunin þeirra hafði gleymst.
    • Haldið þið að þjónustan sem þau fengu hafi haft áhrif á það hvernig þeim leið eftirá?

 

Raundæmi frá Enterprised.

Hafðu samband