Mikilvægir hlutir til að hafa í huga við símsvörun
- Svaraðu símanum innan fárra hringinga.
- Heilsaðu kurteislega með nafni fyrirtækisins og þínu eigin nafni.
- Hlustaðu vel á það sem viðskiptavinurinn biður um og segir. Ef þú getur ekki leyst úr erindinu sjálf/-ur, láttu viðskiptavininn vita að þú áframsendir símtalið á réttan aðila.
- Ef ekki er hægt að leysa úr erindinu um leið skaltu taka niður upplýsingar um viðskiptavininn svo hægt sé að hringja í hann síðar. Passaðu að taka niður nafn og símanúmer viðkomandi.
Viðhaltu sama þjónustuviðmóti í síma og þegar þú afgreiðir – bros heyrist í gegnum símann