Opnar vinnustofur í gerð starfsmannahandbókar

Það er mikils virði fyrir fyrirtæki að eiga starfsmannahandbók til að tryggja samræmi í starfsháttum, veita starfsfólki skýrar leiðbeiningar, auka skilvirkni og þar með ánægju viðskiptavina og starfsfólksins sjálfs. Með starfsmannahandbók getur starfsfólk auðveldlega nálgast upplýsingar um stefnu og gildi fyrirtækisins sem stuðlar að samræmi í þjónustu og að allir gangi í takt. Að sama skapi er auðveldara að þjálfa nýtt starfsfólk og tryggja að það aðlagist hraðar starfinu og starfsumhverfinu.

Nú í lok febrúar mun Hæfnisetrið bjóða upp á opnar vinnustofur þar sem ferðaþjónustuaðilar fá kynningu á stafræna vinnslusvæðinu okkar sem er öllum aðgengilegt og inniheldur notendavæn sniðmát fyrir starfsmannahandbækur bæði á íslensku og ensku. Þátttakendum í vinnustofunum mun gefast tækifæri til að læra á verkfærið og byrja í kjölfarið að skrifa sína eigin starfsmannahandbók með aðstoð starfsfólks Hæfnisetursins. Starfsmannahandbókina er auðvelt að aðlaga að hverju fyrirtæki, hlaða niður, deila, birta og uppfæra eftir þörfum,

Við bjóðum upp á 2 vinnustofur. Sú fyrri verður á skrifstofu okkar í Skipholti 50B miðvikudaginn 26.febrúar frá 09:00–11:00 og sú seinni á Teams fimmtudaginn 27. febrúar frá 09:00-11:00. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði á hvorn viðburð.

Við vonum að þetta verkfæri geti nýst sem flestum stjórnendum í ferðaþjónustufyrirtækjum til að þróa og styðja við gæða- og mannauðsmál án tímafrekra eða kostnaðarsamra aðgerða.

Skráning hér: https://haefni.is/haefnisetrid/vidburdir/

Hafðu samband