Appið Bara tala hefur vakið mikla athygli og byggir það á gervigreind og íslenskri máltækni. Samtal hófst milli Bara tala og Hæfnisetursins fyrr á árinu þegar Bara tala innleiddi fagorðalista ferðaþjónustunnar sem þróaðir voru á sínum tíma í samvinnu við starfsfólk í ferðaþjónustu og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar.
Bryndís Skarphéðinsdóttir hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar ræddi við Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóra Bara tala, um upphafið, árangurssögur, samstarfsmöguleika og framtíðarsýn.
Hvetjum við áhugasama að lesa viðtalið í heild sinni í veftímaritinu um fullorðinsfræðslu, Gátt.