Í ársskýrslunni gefst gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu. Árið einkenndist af samtali og samvinnu við fjölmarga hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið.
Meðal verkefna og afurða á árinu voru:
- Heimsóknir til fyrirtækja og viðburðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
- Námslína í ferðaþjónustu
- Þátttaka í starfshópi um aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030
- Undirbúningur og fjármögnun fyrir verkefnið Fræðsla til framtíðar
- Stuðningsefni um forvarnir og viðbrögð gegn áreitni og ofbeldi
Ferðamálastjóri, Arnar Már Ólafsson, nefnir í ávarpi sínu að Hæfnisetrið hafi aukið veg og virðingu fyrir störfum í ferðaþjónustu og segir:
”Setrinu hefur tekist að hrinda í framkvæmd átaki sem gagnast fyrirtækjum stórum sem smáum, með fræðslu og þjálfun sem auðgar starfsánægju og stolt samkvæmt könnunum”.