Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.

Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z kynslóðar til vinnustaðarins og stjórnenda. 

Dagskráin er fjölbreytt og fræðandi:

Hvernig finnum við rétta aðilann í teymið? Góð ráð fyrir árangursrík atvinnuviðtöl
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi

Hvað ber að hafa í huga þegar sumarstarfsfólk er ráðið í vinnu?
Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA

Ný kynslóð og aðrar væntingar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum og stjórnarmaður í Bláa Lóninu

Fræðsla og menning í fjölbreyttu starfsumhverfi
Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri hjá Center Hotels

Fundarstjóri er Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.

Skráðu þig hér.

Hafðu samband