Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er gefið gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu. Helstu verkefni á árinu voru:

  • Þróun fræðslu- og stuðningsefnis fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu í samstarfi við hagaðila.
  • Ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar við að koma á fræðslu og þjálfun
  • Þróun námslínu fyrir ferðaþjónustu í samvinnu við atvinnulífið, framhaldsfræðslu, framhaldsskóla og háskóla.
  • Samstarf við áfangastaða- og markaðsstofur landshlutanna.

Eitt af verkfærunum sem voru gefin út á árinu eru leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Hátt hlutfall starfsfólks í ferðaþjónustu er af erlendum uppruna og mikilvægt er að taka vel og faglega á móti erlendu starfsfólki. Í ársskýrslunni hvetur Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda hjá ASÍ og fulltrúi í stýrihópi Hæfnisetursins, fyrirtæki til þess að sýna samfélagslega ábyrgð, auka aðgengi starfsfólks af erlendum uppruna að íslensku samfélagi og kynna sér vel menntun, þekkingu og reynslu þeirra starfsfólks:

„Margir þættir stuðla að vellíðan fólks á vinnustað en viðurkenning á hæfni og tækifæri til starfsþróunar vega þungt. Ánægt starfsfólk tryggir stöðugleika í mannafla og rekstri og veitir fyrirtækjum aukna möguleika til vaxtar og metnaðarfullra áforma. Aukin þekking og menntun hefur jákvæð áhrif á gæði þjónustu sem leiðir til aukinnar arðsemi fyrirtækja. Fyrsta skref hjá fyrirtækjum gæti verið að kynna sér þá menntun, þekkingu og reynslu sem erlenda starfsfólkið þeirra býr yfir og leita leiða til að nýta sér þennan mannauð.“

Smelltu hér til að lesa ársskýrslu Hæfnisetursins.

Hafðu samband