Í lok árs 2020 var undirritaður nýr þjónustusamningur milli Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áframhaldandi verkefni í tengslum við stuðning og uppbyggingu gæða í ferðaþjónustu til næstu þriggja ára. Samningurinn tryggir að áfram verði unnið að því að auka fagmennsku, starfsánægju og arðsemi ferðaþjónustunnar en er jafnframt viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið innan Hæfnisetursins.
Í ársskýrslunni gefst gott yfirlit yfir verkefni Hæfnisetursins og árangurinn af starfinu síðastliðin þrjú ár. Við lítum líka til framtíðar og kynnum ný verkefni sem ættu að geta auðveldað fyrirtækjum að taka á móti auknum straumi ferðamanna þegar losnar um hömlur.
Smelltu hér til að nálgast ársskýrslu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.