Fræðsluaðilar og verkefnastjórar í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu sátu saman á námskeiði sem Hæfnisetrið hélt undir yfirskriftinni: Skipulag og framkvæmd fræðslu í fyrirtækjum. Námskeiðið fór fram dagana 6.-7. nóvember og var dagskráin umfangsmikil. Meðal námskeiðsþátta var fræðsluferlið, fjármögnunarleiðir, fyrirtækjaumhverfið, gæðasala, þarfagreining, fræðsluáætlun, árangursmælikvarðar, árangursmat og verkefnastýring. Ýmsir gestafyrirlesarar héldu erindi, þar á meðal Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Verkefnastjórarnir eru reynslumiklir sérfræðingar í fræðslumálum. Var það mál manna að námskeiðið hafi verið gagnlegt, bæði fyrir verkefnastjórana og Hæfnisetrið.
Að verkefninu koma níu fræðsluaðilar sem staðsettir eru víða um land. Þeir eru: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Þekkingarnet Þingeyinga, Gerum betur, Fræðslunet Suðurlands, Framvegis, Mímir, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY og RM Ráðgjöf. Þessir fræðsluaðilar sinna nú um 80 fyrirtækjum með yfir 2.300 starfmönnum. Auk þeirra sóttu námskeiðið verkefnastjórar frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Nánar er hægt að lesa um Fræðslu í ferðaþjónustu hér á síðunni.