Fyrirtækjafræðsla

Hæfnisetrið þróar verkfæri og aðferðir til að styðja ferðaþjónustuna til aukinna gæða. Hér getur þú aflað þér upplýsinga um verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu og fundið leiðir til fjármögnunar fræðslu. Hér finnur þú jafnframt verkfæri til að koma á fræðslu innan þíns fyrirtækis, mælikvarða til að meta hana og ýmis hagnýt námskeið sem eru í boði fræðsluaðila um allt land. Allt eftir þínum þörfum!

Leiðbeiningar til fyrirtækja
í ferðaþjónustu á tímum Covid-19

Fræðsla í ferðaþjónustu

Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila kemur að markvissri fræðslu innan ferðaþjónustufyrirtækja. Fræðsla í ferðaþjónustu er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, fræðsluaðila og fyrirtækis. Verkefnið felur í sér greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækis, gerð fræðsluáætlunar, eftirfylgni og mat á árangri.

Fjármögnun

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði.

Verkfæri

Hér getur þú fundið ýmis tæki til að aðstoða þig við að koma á fræðslu innan þíns fyrirtækis og ýmsa mælikvarða til að meta árangur fræðslunnar.

Fræðsluframboð

Fræðsluaðilar um land allt eru tilbúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri. Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið innan þíns sviðs.

Hafðu samband