Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 og annast að hluta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og Samband sunnlenskra sveitafélaga ásamt skólaakstri fyrir fatlaða. Félagið sér um almenningssamgöngur utan höfuðborgarsvæðis. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.
Umhverfis- og öryggismál eru mikilvægir þættir í stefnumörkun Hópbíla og Hagvagna og eru þau að starfa skv. alþjóðastöðlum ISO-14001 og OHSAS-18001. Einkunnarorð fyrirtækjanna eru ÖRYGGI, UMHVERFIÐ, HAGUR og ÞÆGINDI. Starfsmenn vinni eftir umhverfis- og öryggisstefnu fyrirtækjanna þá er gríðarlega mikilvægt að þeir fari í gegnum markvissa þjálfun og fræðslu til að tryggja meðvitund þeirra á umhverfi og öryggi í starfi. Þ.a.l. er notast við skipulagða þjálfunaráætlun sem unnið er með allt árið.