Kynning á Þjálfun í gestrisni

Kynning á námsefninu þjálfun í gestrisni var haldin í Húsi atvinnulífsins þann 15. maí. Fræðsluefnið þjálfun í gestrisni er ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Efnið inniheldur fjölbreyttar sögur af atburðarás sem hefur átt sér stað við ákveðnar ástæður og skiptist í fjóra flokka; móttaka og aðbúnaður, veitingar, þrif og umgengni og bílaleiga.

Fræðsluefnið er nú aðgengilegt á íslensku, pólsku og ensku á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar hæfni.is og er öllum opið til afnota.  Mikil ánægja var meðal þátttakanda með að nú sé hægt að nálgast án endurgjald fræðsluefni fyrir starfsfólk í ferðaþjónustunni. Nálgast má fræðsluefnið hér.

Hafðu samband