Kanni er rafrænt greiningartæki sem auðveldar fyrirtækjum að senda út kannanir til starfsfólks, svo sem könnun á þörf fyrir fræðslu eða starfsánægjukönnun. Í Kanna eru tilbúin sniðmát í 12 flokkum og á þremur tungumálum sem hægt er að nýta sér. Þú getur líka búið til þína eigin könnun. Leiðbeiningar um notkun eru aðgengilegar á síðunni.
Fræðslugáttin geymir fjölbreytt úrval námskeiða fyrir ferðaþjónustuna. Mörg þeirra eru í boði á netinu. Þú getur einfaldað þér leitina með því að velja fræðslusvið.
Skoðaðu úrvalið hér.