• Sögur og sagnalist sem markaðstól í ferðaþjónustu

Sögur og sagnalist sem markaðstól í ferðaþjónustu

Mánudaginn 28. apríl í Vestfjarðastofu, Suðurgötu 12, Ísafirði kl.12-14

Boðið verður upp á streymi frá fundinum
Fundarstjóri er Sölvi Guðmundsson

Sögur og samfélag í ferðaþjónustuáhrifaríkt markaðsefni 

Fólk, sögur, minningar, stemming. Hvernig er hægt að nota sagnalist/storytelling á áhrifaríkan hátt sem hluta af markaðssetningu fyrir ákveðin svæði til ferðamanna sem leita að einstökum og eftirminnilegum upplifunum? 

Áfangastaðurinn Vestfirðir býr yfir mögnuðum sögum og það sem gerir hann einstakan er samspil íbúa, samfélaga, náttúrunnar og menningar.  Endalausar uppsprettur eru fyrir hendi og þú þarft bara ð setja þig í réttar stellingar til að breyta þessum hugmyndum í grípandi og eftirminnilegar sögur sem fanga athygli ferðamanna.

Húsið opnar kl.12:00. Boðið er upp á kaffi, meðlæti og tækifæri til tengsla.

  • Fundastjóri kynnir dagskrá

Sölvi Guðmundsson, teymistjóri, markaður og menning hjá Markaðsstofu Vestfjarða

  • Sögur á samfélagsmiðlum

Haukur Sigurðsson, sérfræðingur á samfélagsmiðlum

  • Styðjum starfsfólkið okkar

Góðar móttökur, íslenskan og menningararfurinn

Sólveig Nikulásdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

  • Myndir segja meira en 1000 orð

Mikilvægi mynda og upplýsinga á sölusíðum

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, CEO og stofnandi Keeps

  • Frá staðreyndum í hrífandi upplifun

Frásagnarlist í ferðaþjónustu

Auður Ösp Ólafsdóttir, markaðsklappstýra

Skráning á viðburðinn

Aðgangur að fundinum er frír og opinn öllum

Hafðu samband