Ekki missa af næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem ber yfirskriftina – Til þjónustu reiðubúin? og fer fram þriðjudaginn 17. febrúar kl. 11:00–12:00 í beinu streymi. Á fundinum verður sjónum beint að því hvernig við náum samkeppnisforskoti með því að leggja áherslu á gestrisni, gæði og þjónustugleði.
Vertu með – fáðu innsýn, lausnir og innblástur
Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Dagskrá: Auglýst síðar
Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna
