Starfsfólk innan EES/EFTA

Lönd Evrópska efnahagssvæðisinsi og EFTA samnings eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemburg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Spánn, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland, Sviss og Færeyjar.

Starfsfólk

Atvinnurekendur

Kennitala

Starfsmaður sækir um kennitölu og atvinnurekandi staðfestir ráðningarsamband. Ferlið er mismunandi eftir lengd ráðningarsambands.

 

  • Starf í 3-6 mánuði

EES/EFTA ríkisborgarar sem ætla að starfa á Íslandi skemur en 3 -6 mánduði sækja um kerfiskennitölu hjá Skattinum. Viðkomandi þarf að mæta með útfyllta umsókn, undirritaða af bæið umsækjenda og atvinnurekanda, á einn af afgreiðslustöðum Skattsins og hafa vegabréf eða ferðaskilríki meðferðis. Nánari upplýsingar im kerfiskennitala á heimasíðu Skattsins.

ATH. Kerfiskennitala veitir engin réttindi á Íslandi og staðfestir ekki rétt til dvalar.

  • Starf umfram 3 – 6 mánuði

EES/EFTA ríkisborgari sem hyggst starfa hér lengur en 36 mánuði þarf að sækja um kennitölu til Þjóðskrár Íslands.

  1. Fyrsta skref er að fylla út rafræna umsókn í umsóknargátt.
  2. Umsóknin er ekki tekin til vinnslu fyrr en umsækjandi mætir til Þjóðskrár Íslands eða á næstu lögreglustöð með vegabréf eða ferðaskilríki  (með amk. 6 mánuði eftir af gildistíma), fæðingarvottorð og/eða hjúskapavottorð.
  3. Lesa meira  um ferlið á vef  Þjóðskrár.

Mikilvægt að muna atvinnurekandi þarf að staðfesta ráðningarsamband vegna umsóknar hjá Þjóðskrár Íslands.

Vinnuveitendagátt

Atvinnurekandi þarf að skrá sig inn á vinnuveitendagáttina hjá Þjóðskrá Íslands á kennitölu fyrirtækisins og fylla þar út staðfestingu á ráðningarsambandi við umsækjanda, innan 30 daga eftir að starfsmaður sendir inn umsókn um kennitölu. 

Ráðningarsamningur

Atvinnurekandi fyllir út ráðningarsamning og starfsmaður skrifar undir.

Atvinnurekandi er einnig ábyrgur fyrir að staðfesta starfstímabil sem erlendur ríkisborgari er í starfi, með því að fylla út vottorð eða staðfesta á mínum síðum hjá Vinnumálastofnun.

Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og vinnur að meðaltali lengur en átta klukkustundir á viku skal vinnuveitandi gera skriflegan ráðningarsamning eða staðfesta ráðningu skriflega eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að starfsmaður hefur störf. 

Ítarlegar upplýsingar um ráðningu og ráðningarsamninga er að finna á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. 

Vottorð um starfstímabil á Íslandi

Starfsvottorð er staðfesting vinnuveitanda á bæði starfsheiti og starfstíma starfsmannsins.  Réttur launafólks til atvinnuleysistrygginga miðast við starfstímabil og starfshlutfall síðustu 12 mánuði. EES/EFTA ríkisborgarar hafa rétt á að flytja áunninn rétt atvinnuleysistrygginga mill Evróðulanda. 

Hægt er að skila inn staðfestingu á pappír eða í tölvupósti. Nánari upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar.

Bankareikningur

Starfsmaður stofnar bankareikning þegar hann er kominn með gilda kennitölu eða kerfiskennitölu.

Gott er að atvinnureikandi upplýsi starfsmenn um ferlið og skilyrðin. Hér er að finna einfaldar leiðbeiningar frá helstu bönkum á Íslandi. 

Rafræn skilríki

Þegar starfsmaður er kominn með kennitölu sækir hann um rafræn skilríki. 

 Mikilvægt er að erlent starfsfólk sé upplýst um rafræn skilríki svo að þau geti komist inn á rafræn þjónustasvæði þ.m.t. svæði stofnana, sveitarfélaga, félagssamtaka og fyrirtækja. Atvinnurekandi gæti þurft að upplýsa starfsmanninn um ferlið og skilyrði. 

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að þú hafi SIM-kort sem styður við rafræn skilríki. Ef þú ert ekki viss er hægt að kanna það á vef Auðkennis.

Áður en rafræn skilríki eru notuð þarf að virkja þau, en það er hægt að gera á afgreðlustöðum víða. Mikilvægt er að muna að hafa meðferðis gild skilríki (vegabréf, gild ökuskírteini, eða dvalarleyfiskort)

Sjúkratryggingar

Einstaklingar sem flytja til Íslands þurfa að vera sjúkratryggðir. EES/EFTA ríkisborgurum sem hafa verið sjúkratryggðir innan EES /EFTA ber að tilkynna flutninginn til Sjúkratrygginga Íslands. Atvinnurekandi gæti þurft að upplýsa starfsmann um tilkynningarskylduna. Nánari upplýsingar um skilyrði, réttindi, ferli og rafræna umsókn er að finna á vef Island.is.

Sakavottorð frá heimalandi

Óski atvinnurekandi þess skal starfsmaður leggja fram sakavottorð sem gefið er út af heimalandi viðkomandi. Sakavottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða þegar það er lagt fram til vinnuveitanda. Heimilt er að leggja fram aftrit af sakavottorði og ekki er gerð krafa um að það sé lögformlega staðfest. Ef sakavottorð er á öðru tungumáli en ensku eað Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess. 

Vinnustaðaskírteini

Flest störf í ferðaþjónustu falla undir skilyrði um vinnustaðaskírteini fyrir starfsmenn síða sem hefur að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum 42/2010 og samkomulagi ASÍ og SA. EF starfsmenn bera ekki vinnustaðaskírteini á sér við störf sín, getur það leitt til álagningu dagsekta. 

Á vefnum skirteini.is er hægt að nálgast form fyrir vinnustaðaskírteinin og frekari upplýsingar um gerð þeirra. 

Viðurkenning erlendra starfsréttinda

Starfsmaður sækir um viðurkenningu á námi og starfsréttinda til ENIC/NARIC og skilar inn til vinnuveitanda.

Atvinnurekandi gæti þurft að veita starfsmanni aðstoð eða upplýsingar um umsóknarferlið. ENIC/NARIC Ísland tekur við umsókn um mat á námi til starfsréttinda í iðgreinum. 

Að flytja frá Íslandi

Starfsmanni sem hættir í starfi og hyggst flytja frá Íslandi ber að tilkynna flutninginn til Þjóðskrár Íslands. Flutningur lögheimilis frá Íslandi þarf að vera skráður innan 7 daga frá flutningi.  

Atvinnurekanda ber ekki skylda til að tilkynna flutning en gæti þurft að skrá staðfestingu á starfstímabili og/eða starfslokum (sjá að ofan) þar sem atvinnuleysisréttindi flytjast milli landa.  

Mikilvægt  er að upplýsa starfsmann um tilkynningarskylduna og má benda á vef Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar fyrir fleiri gagnlegar upplýsingar varðandi flutning frá landinu.  

Hafðu samband