Fræðsla til framtíðar
Fræðsla til framtíðar er verkefni þar sem stjórnendum býðst aðstoð við að
- ákveða markmið fræðslu
- greina fræðsluþarfir
- setja upp markvissa fræðslu og þjálfun
- mæla árangur af fræðslu.
Sótt er um styrk fyrir verkefninu hjá starfsmenntasjóðum atvinnulífsins og því er ráðgjöfin fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Verkáætlun
Kynning
Hæfnisetrið og verkefnastjórar heimsækja fyrirtæki og bjóða ráðgjöf og stuðning til að koma á markvissri fræðslu. Sótt er um styrki til starfsmenntasjóðanna fyrir verkefninu.
1
Greining á fræðsluþörfum
Verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis skilgreina markmið verkefnisins og framkvæma fræðslugreiningu.
2
Fræðsluáætlun
Unnið er úr niðurstöðum fræðslugreiningarinnar. Verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis skipuleggja fræðslu/námskeið.
3
Eftirfylgni
Eftir að fræðsla hefur farið fram skoða verkefnastjóri og stjórnandi fyrirtækis hvernig til tókst og hvort markmið fræðslunnar hafi verið náð.
4