4. Hvað getur starfsfólk gert?

Starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa góðan og öruggan vinnustað. Það ber ábyrgð á eigin hegðun og má ekki leggja í einelti, beita ofbeldi eða áreita kynferðislega. Jafnframt þarf starfsfólk að bregðast við og láta vita ef það verður vitni af slíkri hegðun á vinnustaðnum.

Ef starfsmaður telur sig hafa orðið fyrir einelti, ofbeldi og áreitni er mikilvægt að láta vita. Hver vinnustaður á að vera með áætlun um öryggi og heilbrigði þar sem fram kemur til hvers/hverra eigi að leita til að láta vita. Ef slík áætlun er ekki til staðar er ráðlagt að leita til yfirmanns eða stjórnenda á vinnustaðnum. Það er alltaf á ábyrgð vinnustaðarins að leysa slík mál.

Hafðu samband