4. Hvatning í að tilkynna atvik

Innleiddu skýrt ferli sem hvetur starfsfólk til að tilkynna atvik 

Starfsfólk þarf að vita hvernig það tilkynnir atvik sem og hvers kyns óhöpp og fyrirboða, þ.e. aðstæður eða atburði sem gætu mögulega valdið skaða á fólki eða skemmdum á tækjum og umhverfi. Starfsfólk ætti að tilkynna öll atvik, þar sem þau veita fyrirtækjum dýrmæt tækifæri til að bera kennsl á hættur, meta áhættu af þeim og innleiða fyrirbyggjandi aðgerðir áður en alvarlegt slys verður.

  • Fyrirtæki geta nýtt sér þjónustu eins og tilkynna.is eða innleitt eigin verklagsreglur. Æskilegt er að tilkynningar geti verði nafnlausar til að tryggja að starfsfólk forðist ekki að tilkynna atvik ef það þarf að nafngreina sig.
  • Greining á atvikum eflir öryggismenningu þar sem starfsfólk er hvatt til að greina og takast á við hugsanlega áhættu. Ef starfsfólki líður ekki vel með að tilkynna atvik, munu fyrirtæki ekki læra af þeim. Starfsfólki þarf því að líða vel með að tilkynna atvik án þess að óttast refsingu eða gagnrýni.
  • Ekki umbuna ef engin slys verða á vinnustað þar sem það hefur gagnstæð áhrif. Þá á starfsfólk það til að forðast að tilkynna atvik eða óhöpp, og jafnvel upplifir það þrýsting á að engin óhöpp megi gerast á þeirra vakt.  

Hafðu samband