1. Einfaldir og aðgengilegir verkferlar

Hafðu einfalda og aðgengilega verkferla og leiðbeiningar til að tryggja öryggi

  • Allir vinnuveitendur bera ábyrgð á að útbúa skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, óháð stærð hans. Vinnueftirlitið hefur umsjón með því og veitir nánari leiðbeiningar.
  • Allir sem ætla að bjóða upp á skipulagðar ferðir innanlands verða að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Ferðamálastofa veitir leiðbeiningar um gerð öryggisáætlana í ferðum.
  • Gakktu úr skugga um að allt starfsfólk þekki öryggisferla og viðbragðsáætlanir.
  • Mælt er með að setja mikilvægar leiðbeiningar upp í myndrænu formi (t.d. verkferla og viðbragðsáætlanir) og það hengt upp á svæði þar sem starfsfólk sér það í sínu daglega starfi.  

Hafðu samband