6 skref í átt að góðri öryggismenningu

Stjórnendur og millistjórnendur gegna mikilvægu hlutverki í öryggismenningu vinnustaðar. Þeir gefa tóninn fyrir fyrirtækjamenninguna með því að sýna gott fordæmi fyrir starfsfólk til að fylgja öryggisstefnu og verklagsreglum, veita þjálfun þegar þörf krefur, hvetja starfsfólk til að sýna örugga vinnuhegðun og viðhorf í starfi og verðlauna starfsfólk sem leggja áherslu á öryggismál. Allt þetta gerir vinnustaðinn öruggari fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Mikilvægi öryggismenningar er mikið

1. Einfaldir og aðgengilegir verkferlar

2. Opin samskipti

3. Þátttaka starfsfólks

4. Hvatning í að tilkynna atvik

5. Skapaðu lærdómsmenningu

6. Þjálfun

Skoða allt

Hafðu einfalda og aðgengilega verkferla og leiðbeiningar til að tryggja öryggi

  • Allir vinnuveitendur bera ábyrgð á að útbúa skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, óháð stærð hans. Vinnueftirlitið hefur umsjón með því og veitir nánari leiðbeiningar.
  • Allir sem ætla að bjóða upp á skipulagðar ferðir innanlands verða að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Ferðamálastofa veitir leiðbeiningar um gerð öryggisáætlana í ferðum.
  • Gakktu úr skugga um að allt starfsfólk þekki öryggisferla og viðbragðsáætlanir.
  • Mælt er með að setja mikilvægar leiðbeiningar upp í myndrænu formi (t.d. verkferla og viðbragðsáætlanir) og það hengt upp á svæði þar sem starfsfólk sér það í sínu daglega starfi.  

Hafðu samband