• Stuðningsefni
  • Hvað er öryggismenning – og af hverju skiptir hún máli?

Hvað er öryggismenning – og af hverju skiptir hún máli?

Öryggismenning vísar til þeirra viðhorfa, hegðunar og gilda sem móta hvernig öryggismál eru metin, rædd og framkvæmd innan fyrirtækis. Hún endurspeglar hversu vel öryggi er samþætt daglegu starfi – bæði í ákvörðunum stjórnenda og í viðhorfi starfsfólks.Í ferðaþjónustu snýr öryggi að velferð bæði gesta og starfsfólks – og þar gegna stjórnendur lykilhlutverki. Með því að vera fyrirmynd í öryggismálum, skapa rými fyrir samræður og tryggja reglulega endurskoðun öryggisferla, byggist upp traust og virkt samstarf innan fyrirtækisins. Í kjölfarið verður starfsfólk líklegra til að taka virkan þátt í öryggisvinnu og stuðla að jákvæðri öryggismenningu.Hér eru 6 hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í því að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi.

1. Forysta og ábyrgð

2.  Einfaldir og aðgengilegir verkferlar

3. Þátttaka og þjálfun starfsfólks

4. Opin samskipti og umbun

5. Lærdómsmenning

6. Eftirfylgni og endurskoðun

Skoða allt

Stjórnendur bera meginábyrgð á að efla öryggismenningu innan fyrirtækis.

Öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja snúa jafnt að gestum sem starfsfólki, svo að mörgu er að huga. Með því að vera fyrirmynd í öryggismálum, eiga í opnum samræðum við starfsfólk um öryggismál og reglulegri endurskoðun öryggisferla, eykst traust starfsfólk á stjórnun fyrirtækisins og það er líklegra til virkrar þátttöku varðandi öryggi.

Hafðu samband