Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 18.febrúar frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.
Vertu með á spennandi viðburði í streymi þar sem sérfræðingar í stafrænum lausnum og gervigreind munu deila þekkingu sinni á því hvernig þessar nýjungar geta umbreytt ferðaþjónustunni. Viðburðurinn mun varpa ljósi á nýjustu þróunina og hvernig tæknin getur aukið samkeppnishæfni, bætt færni starfsfólks og aukið arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustunni.
Dagskrá:
“ Býr þitt fyrirtæki yfir stafrænni færni?“ Ólína Laxdal, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
“ Eyðum meiri tíma í tæknina til að spara okkur tíma.“ Ástþór Þórhallsson, Deildarstjóri/Hótelsvið GODO
„Gervigreind og hugbúnaður sem hugsar“ – Hvað er í gangi og af hverju skiptir það máli?“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab
„Persónuleg, skilvirkari og snjallari þjónusta með gervigreind.“ Spurt og svarað með Nordic Visitor um innleiðingu „Ara“. Sigfús Steingrímsson forstjóri Nordic Visitor og Hafdís Þóra Hafþórsdóttir vöruþróunarstjóri Nordic Visitor
Fundarstjóri er Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.
Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna