Upplýsingagjöf
Góð upplýsingagjöf til ferðamanna skiptir gríðarlega miklu máli. Sem framlínustarfsmaður í ferðaþjónustu er eitt af þínum helstu verkefnum að veita upplýsingar um ýmis mál og svara margvíslegum spurningum. Oft snúast spurningarnar um þá þjónustu sem í boði er en einnig skiptir góð upplýsingagjöf miklu máli þegar kemur að öryggi ferðamanna, t.d. að upplýsa þá um veður og færð og sérstakar aðstæður, þegar við á (sjá nánar: Öryggi – Ferðaöryggi).
Kynntu þér vel hvaða vörur og þjónustu fyrirtækið, sem þú starfar hjá, hefur upp á að bjóða.
Kynntu þér einnig hvaða vörur, þjónusta og afþreying er í boði í næsta nágrenni þar sem þú starfar:
- Hvað er hægt að gera í nærumhverfinu sem ferðamenn hafa gaman af?
- Hvaða afþreying er í boði?
- Hvar er næsta verslun/banki/heilsugæsla/sundlaug/önnur þjónusta sem ferðamenn kunna að nýta sér?
Við mælum með að þú kynnir þér goodtoknow.is,
sem er upplýsingavefur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Aðrir gagnlegir tenglar:
Ísland og íslensk ferðaþjónusta
www.visiticeland.com
www.ferdalag.is
Landshlutar og nærumhverfi
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland
Austurland
Suðurland
Reykjanes
Höfuðborgarsvæðið
Öryggismál
www.vedur.is
www.safetravel.is
www.road.is
Ef viðskiptavinur spyr þig um eitthvað og þú veist ekki svarið er í góðu lagi að viðurkenna það, en um leið skaltu segja viðskiptavininum að þú kannir málið fyrir hann og látir hann vita, þegar þú hefur komist að svarinu.