Þrif á sameiginlegum rýmum

  • Þrífðu gestalyftu og pússaðu spegil með hreinum klút (spegil þarf að þrífa reglulega yfir daginn).
  • Þvoðu og sótthreinsaðu sameiginlega snertifleti yfir daginn; t.d. lyftuhnappa, stigahandrið, hurðarhúna, greiðsluposa.
  • Þurrkaðu af innstungum og rofum.
  • Ryksugaðu alla ganga eða skúraðu/moppaðu (fer eftir gólfefnum).
  • Þrífðu alla bletti sem kunna að vera á veggjum, handriðum og víðar.
  • Skiptu um ljósaperur, ef þarf.
  • Þurrkaðu af öllum borðum og hillum.
  • Hafðu móttökuborð snyrtilegt.
  • Fjarlægðu allt rusl við inngang; sígarettustubba, illgresi o.fl.
  • Dragðu snyrtilega frá gardínum.
  • Raðaðu húsgögnum snyrtilega upp.
  • Þurrkaðu af gluggakistum og rúðum.
  • Þar sem plöntur eru þarf að passa að þær séu snyrtilegar og að dauð lauf séu fjarlægð.

Hafðu samband