Almenn snyrtimennska og persónulegt hreinlæti skiptir miklu máli.

  • Vertu í viðeigandi klæðnaði/einkennisfatnaði.
  • Þvoðu þér reglulega um hendurnar.
  • Passaðu upp á að neglur séu snyrtilegar.
  • Haltu hári í skefjum.
  • Farðu eftir reglum fyrirtækisins um notkun skartgripa, snyrtivara og ilmvatna.
  • Ekki neyta tóbaks og nota tyggigúmmíi þar sem gestir sjá til.

Hreinlæti og öryggi

Snyrtimennska og hreinlæti skapa ekki aðeins jákvæða ímynd veitingastaða heldur eru einnig mikilvæg öryggisatriði.

  • Ef illa er staðið að hreinlæti getur það valdið veikindum (sjá nánar: Öryggi – Matvælaöryggi)
  • Nauðsynlegt er að þvo hendur reglulega og þrífa vandlega milli gesta.
  • Eins er mikilvægt að þú snertir ekki mat gesta þegar hann er borinn fram og að þú haldir neðarlega á glösum viðskiptavina.

Mikilvægt er að gólf séu hrein og hálkufrí. Þurrkaðu upp og þrífðu jafnóðum allt sem fellur á gólfið.

Hafðu samband