Nauðsynlegt er að starfsfólk á veitingastöðum kunni að meðhöndla matvæli á öruggan og réttan hátt til að koma í veg fyrir matarsýkingar. Algengustu ástæður matarsýkinga eru þegar ekki er rétt staðið að hreinlæti, hitun, kælingu og geymslu á mat.

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir matarsýkingar? 

Hugaðu að hreinlæti

  • Nauðsynlegt er að áhöldin sem þú notar (t.d. hnífar og skurðarbretti) og öll vinnuborð séu hrein. Notaðu til þess heitt vatn og sápu. Tuskur geta geymt ýmsar bakteríur og því þarf að skipta oft um tusku og þvo þær við a.m.k. 60°C. 
  • Hugaðu að eigin hreinlæti (sjá tékklista hér).
  • Þvoðu þér reglulega um hendur (sjá leiðbeiningar hér) og  skiptu um einnota hanska eftir hverja notkun.

Varist krossmengun

  • Með því er átt við að bakteríur berast t.d. úr hráum matvælum yfir í annan mat sem er tilbúinn til neyslu. Þannig berast bakteríurnar í þann sem borðar matinn. 
  • Til þess að draga úr hættu á krossmengun þarf að nota sérstök áhöld og skurðarbretti fyrir mismunandi hrávörur (t.d. kjöt og grænmeti).

Varðveisla matvæla

Með réttri hitun og geymslu á mat má einnig koma í veg fyrir matarsýkingar.

Hugaðu að heilsu

Ekki koma til vinnu ef þú ert veik/veikur.

Hafðu samband